Fengum að halda á fálkum

Vorum sótt á flugvöllinn og keyrð á hótelið okkar, rangt hótel til að byrja með en okkur tókst að ráða úr því og mættum svo á rétt hótel.

Hitinn var rosalega mikill og var á milli 38 og 43 gráður og því nánast ólíft á daginn, en sem betur fer vorum við með leiðsögumann á bíl með loftkælingu… við erum mjög þakklát fyrir loftkælingu.

Hótelherbergið var frábært, allt svo hreint og þjónustan upp á 200%, frábær upplifun og frábært fólk sem við mættum allsstaðar.

Við héldum næsta dag í borgina að skoða okkur um, okkur var skutlað á marga staði sem við fengum fræðslu um og skelltum okkur á safn, merkilegt hvað Dubai er í rauninni ung borg, flestar stærstu og frægustu byggingarnar eru frá 2010.

Vel hvíld á góðu hóteli reyndum við að fara á ströndina, hitinn var óbærilegur og við rétt náum að koma okkur aftur á hótelið áður en við bráðnuðum til að hvíla okkur eftir erfiðan göngutúr.

Við kíktum í Dubai mall til að fara í útsýnisferð í hæstu byggingu í heimi á 125 hæð (turninn er um 160 hæðir), Burj Khalifa og fórum á sædýrasafnið og fengum fullt af fróðleik og sáum risakrókudíl fá að borða.

Úlfaldabak í eyðimörkinni

Næst á dagskrá var svo eyðurmerkur safarí, það var geðveikt, ábyggilega ein skemmtilegasta ferð sem við höfum farið.
Tekið var rúntur í eyðurmerkursandinum og farið upp og niður sandhóla og auðvitað stoppað til að taka flottar myndir, klöppuðum úlföldum og fengum eyðurmerkur grillveislu… þvílík veisla.
Grill að hætti heimamanna sem fékk ekki sérstaklega góða dóma hvað bragð og áferð, dansatriði og reykja shisha á meðan við sátum við lág borð á grjónapúðum. Fengum að halda á fálkum og sátum undir stjörnubjörtum himninum.
Hitinn var samt frekar mikill og vorum við búin að svitna nokkrum lítrum þar til veislan var búin og við fengum að kæla okkur í bílnum í loftkælingunni, en þrátt fyrir mikinn hita og svita, vorum við hæstánægð með daginn, svona ferð förum við aftur í…

 

 

Við heimsóttum líka Abu Dhabi og kíktum á höfnina þar til að njóta útsýnisins, fá okkur gott að borða og fagna jólunum (Eid al-Adha) með heimamönnum.
Við eyddum 2 dögum og skoðuðum okkur um í Abu Dhabi en héldum svo aftur til Dubai til að gera okkur tilbúin fyrir næsta áfangastað, Indland, sem við vorum mjög spennt fyrir.

Allt gekk vel og erum við staðráðin að koma aftur, bara á betri tíma, þessi tími er of heitur fyrir okkur íslendingana.

Þið getið skoðað fleiri myndir frá Dubai og Abu Dhabi hérna

Þú getur skoðað söguna okkar og fylgst með okkur á samfélagsmiðlum

Instagram: https://www.instagram.com/icetravellers_com (@IceTravellers_com)
Facebook: https://www.facebook.com/IceTravellers
Snapchat: AsaLauf og hermity
Blog: https://icetravellers.com

Kv. IceTravellers